Frakkastígur
Á hengilsvæðinu er gamall línuvegur sem liggur frá hitaveituleiðinni og niður að bústaða hverfinu við Þingvallavatn. Þetta er hlykkjóttur malarvegur sem er farinn í sundur á kafla og hefur ekki verið ökufær í lengri tíma. Þetta er tilvalin hjólaleið og þræl skemmtileg. Þessi hringur sem ég fór er 21,4km og ca 300m hækkun, tekur 2,5 til 3 tíma. Ef þú vilt hjóla úr Reykjavík getur þú bætt 60km við
http://app.strava.com/rides/1215293
Hitaveituleiðin
Hitaveituleiðin upp að hengilsvæði er mjög góð hjólaleið á malbiki. Þessi leið eru ca 60km (58 úr Breiðholti) og tekur um 2,5 til 3 tíma þetta er um 300 metra hækkun svo að heimleiðin er mun fljótlegri.
http://app.strava.com/rides/1293959
Þingvallahringurinn
Hinn svonefndi Þingvallahringur er um 90km. Farið er inn Mosfellsdalinn og yfir Mosfellsheiði, beygt er til hægri inn grafninginn og meðfram Þingvallavatni að Nesjavöllum og þar kemur killer brekka sem er mjög erfið. Þegar upp er komið er leiðin frekar létt til Reykjavíkur ef þú sleppur við krampa í kálfa eftir brekkuna góðu. Ég þurfti að stoppa og teygja þrisvar á hitaveituleiðinni þar sem kálfarnir mínir voru að springa. Þessi leið tók mig 5 tíma og 16 mín með teygjuæfingum og nestisstoppi. Fekar erfið leið ef þú ert ekki vanur að fara langar leiðir. Hækkun á þessari leið er 1140 metrar í heild.
http://app.strava.com/rides/1215295
Heiðmörk
Heiðmörkin er frábært hjólasvæði og er auðveldlega hægt að ná 40km þar á stígum sem liggja þvers og kruss. Þetta svæði leynir mjög á sér og er ég enn að uppgvöta huldar leiðir þar um.
http://app.strava.com/rides/1215286
Bláfjöll
Það er ágætt að hjóla upp í Bláfjöll en eini gallinn er að þú ert að hjóla á suðurlandsvegi. Ég er ekki enn búinn að uppgvöta malarstíga þangað. Þessi leið er 54 km og tekur 2 tíma og 40 mín. Þetta er allt á malbiki, hækkun er 568m og leiðin heim er mjög fljót þar sem allt er niðurávið. Hægt er að fara bakdyramegin inn í Hafnafjörð á malarvegi en ég veit ekki lengdina á þeim kafla.
http://app.strava.com/rides/1215287
Fjöllin við Hafravatn
Það er hægt að hjóla yfir fjöllin við Hafravatn og koma niður í Mosó. Mjög torfær að kafla og stórgrýtt. En annars ágætis leið. 48km og 3 tímar og 40 mín. 850 metra hækkun
http://app.strava.com/rides/1282421
Reykjadalurinn
Reykjadalurin er mögnuð og þræl skemmtileg leið. Farið er frá Hveragerði og upp gamla veginn upp Kambana og þaðan yfir þjóðveginn og inn á malarveg sem liggur í átt að Reykjadal og bruna niður hann til Hveragerðis. 18,2 km 2klst 7 mín hækkun 472m.






















































